top of page

Hvernig myndast flóðbylgjur ?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það vegna lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar flóðbylgjur koma nær landi hækkar bylgjuhæðin en rúmmálið minnkar.

 

 

 

Á 200-400 metra dýpi geta flóðbylgjur farið upp í 160-225 km/klst en á 4000-5000 metra dýpi fara flóðbylgjur upp í 710-800 km/klst.

 

Flóðbylgja sem nálgast strönd er ekki endilega hærri en venjulegar stormöldur. Hún er hins vegar miklu hættulegri vegna bylgjulengdarinnar og hins gríðarlega vatnsmassa sem fylgir á eftir. Sjórinn gengur því langt inn á landið og skolar öllu burt. Bylgjan er sjaldan ein á ferð og stundum er hæsta bylgjan ekki sú fyrsta.

 

bottom of page