top of page

Lissabon 1755

Lissabon flóðbylgjan er frægasta skjálftaflóðbylgjan. Skjálftinn sem olli flóðbylgjunni var 8,5-9 á Richter. Borgin fór í rúst. Bylgjan eyðilagði allar kirkjurnar í borginni.

Krakatá 1883

Einhver hrikalegasta flóðbylgjuhrina sögunnar gekk yfir í ágúst árið 1883 þegar sprenging varð í eldfjallinu Krakatá í Indónesíu. Hæstu flóðbylgjurnar urðu hvorki meira né minna en 41 metri yfir sjávarmáli og þær sópuðu burt um 300 strandbæjum og þorpum. Talið er að yfir 40.000 manns hafi farist.

Alaska 1958

Eftir stóran jarðskjálfta féllu 31 milljón rúmmetrar af fjallshlíð ofan í flóann og skapaði flóðbylgju sem náði hæst 500 metra hæð.

Asía 2004

Jarðskjálftinn sem olli flóðbylgjunni var 9.1-9.3 Richter og stóð í 8-10 mínútur. 227.898 manns létu lífið. Sjávarskaflinn náði yfir Indónesíu, Srí Lanka, Indland, Tæland, Maldív Eyjar og Sómalíu. Upptök skjálftaflóðbylgjunnar má rekja  til jarðskjálfta á sjávarbotni.

Japan 2011

Skjálftinn sem olli flóðbylgjunni var 9 á Richter. Alls dóu um 12.000 og eru um 15.000 manns enn saknað. Eignatjónið var það mesta sem orðið hefur á jörðinni. Það er áætlað 300 milljarðar Bandaríkjadollara. Um hálf milljón manns missti heimili sín í hamförunum.

 

bottom of page